Stimpilklukka er orð sem notað er yfir tæki sem hægt er að nota til að skrá sig inn og út úr vinnu.

Að kalla slíkt tæki stimpilklukku getur verið svolítið villandi í dag þar sem margar af þeim lausnum sem í boði eru vinna á allt annan hátt en gömlu góðu stimpilklukkurnar gerðu (og gera enn).

Orðið sjálft, stimpilklukka, varð til þar sem skráningartækin sjálf voru oftar en ekki klukkur, hangandi á vegg.

Skráningarferlið:

Starfsmaður skráir sig inn til vinnu þegar mætt er og út aftur þegar hætt er. Oft er líka skráð þegar farið er í matartíma eða jafnvel skráð inn í mismunandi verkefni (verkskráning).